Sjöfn Magnúsdóttir kjólasveinn opnar nýja vinnustofu við Kirkjubraut 54 á Akranesi í september. Með á myndinni er Stella Eir, 6 mánaða dóttir Sjafnar. Ljósm. arg.

Vinnustofan Skærin á vinnuborðinu opnuð á Akranesi í september

„Ég byrjaði upphaflega árið 2010 í samstarfi við vinkonu mína. Við byrjuðum að sauma úr gömlum bolum því við áttum ekki pening fyrir efni. Við saumuðum ýmislegt og héldum svo sýningar. Það tókst svo vel til að við opnuðum saumastofuna Origami. Við stukkum þá í djúpu laugina og það gekk vonum framar. Vinkona mín hætti svo til að fara í nám og ég flutti vinnustofuna heim til mín og hef verið að sauma þar með hléum síðan,“ segir Sjöfn Magnúsdóttir, kjólasveinn á Akranesi, þegar við blaðamaður Skessuhorns hitti hana á nýju vinnustofunni hennar. Vinnustofan er staðsett við Kirkjubraut 54 og þar vinnur Sjöfn nú að því að koma upp aðstöðu. „Við erum fimm saman sem ætlum að vera með aðstöðu hér fyrir okkar handverk og hönnun og ég hlakka mikið til að vinna í sama rými og þessar flottu konur,“ segir Sjöfn.

Nánar í nýjasta tölublaði Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir