Daníel Rúnar Elíasson á og rekur fasteignasöluna Hákot á Akranesi. Hákot fagnaði 25 ára afmæli þann 23. júlí.

Fasteignasalan Hákot er 25 ára

Fasteignasalan Hákot á Akranesi fagnaði 25 ára afmæli nú fyrir skemmstu. Hákot stofnuðu hjónin Daníel Rúnar Elíasson og Halla Ingólfsdóttir föstudaginn 23. júlí 1993 á 8 ára afmælisdegi sonar þeirra. Af tilefni afmælisins hitti blaðamaður Skessuhorns Daníel í húsnæði Hákots við Kirkjubraut 12 á Akranesi og fór með honum yfir farinn veg. Áður en Daníel gerðist fasteignasali vann hann í banka í 14 ár. „Mig langaði að gerast fasteignasali en vissi ekki alveg út í hvað ég væri að fara ég bað því fyrst um ársleyfi frá störfum í bankanum til að prófa. Ég fékk ekki ársleyfið svo ég ákvað að hætta og stökk bara beint í djúpu laugina,“ segir Daníel. „Ég veit ekki hvað það var en eitthvað við þetta starf höfðaði til mín. Ég hef gaman af þjónustustörfum og langaði að prófa að standa á eigin fótum og sé ekki eftir að hafa látið þetta verða að veruleika.“

Nánar er rætt við Daníel um Hákot og fasteignamarkaðinn í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir