Móðir hvalsins var steypireyður en faðirinn langreyður. Ljósm. Hard To Port.

Hvalurinn reyndist blendingur

Laugardaginn 7. júlí var hvalur dreginn á land í Hvalstöðinni í Hvalfirði sem bar einkenni bæði langreyðar og steypireyðar. Birtar voru myndir af hvalnum og skapaðist mikil umræða í erlendum fjölmiðlum um málið þar sem því var staðfastlega haldið fram að hvalurinn væri steypireyður sem hefur verið friðaður undanfarin 60 ár. Hafrannsóknastofnun ákvað í ljósi aðstæðna að flýta eins og kostur væri greiningu erfðasýna. Þeirri vinnu er nú lokið og er niðurstaðan að umræddur hvalur var blendingur langreyðar og steypireyðar og að móðirin var steypireyður en faðirinn langreyður. Blendingar eru ekki friðaðir samkvæmt lögum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Af með nagladekkin!

Lögreglan á Vesturlandi er ekki farin að kæra ökumenn fyrir að vera með nagladekk undir bifreiðum sínum. Ekki er byrjað... Lesa meira