Klara og Roger hafa átt gott frí á Íslandi síðustu vikur en þau héldu heim til Finnlands í síðustu viku. Ljósm. glh.

Vinabæjaheimsókn sem endaði með að hún fann ástina í Finnlandi

Á tveggja ára fresti sjá Norræna félagið á Akranesi og vinabæir þess, Bamble í Noregi, Tönder í Danmörku, Västervik í Svíþjóð og Närpes í Finnlandi um að velja fjögur ungmenni úr hverjum bæ til að taka þátt í svokölluðu vinabæjamóti. Með móti þessu er markmiðið að efla norrænt samstarf á öllum sviðum samfélagsins. Skagakonan Klara Harðardóttir tók þátt í þessu verkefni árið 2008 þegar mótið var haldið í Närpes í Finnlandi, þá aðeins 17 ára gömul. En það hafði afleiðingar því nú hefur Klara fundið ástina í Finnlandi. Hún ásamt kærasta sínum, Roger Sjöström, kíktu í heimsókn á ritstjórn Skessuhorns nýverið og ræddu um ástina og lífið í Finnlandi. Sjá Skessuhorn vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir