Góður tónlistarskóli er skrautfjöður í hatt hvers bæjarfélags

Tónlistarskólinn á Akranesi er Jónínu Ernu Arnardóttur, nýráðnum skólastjóra, ekki ókunnur en segja má að hennar fyrstu skref í tónlistarkennslu hafi verið stigin þar. „Ég kom hingað í starfskynningu þegar ég var 15 ára og er það því vel við hæfi að ég komi hingað núna,“ segir hún brosandi. „Það hefur þó margt breyst hér í millitíðinni og mætti þar helst nefna húsnæðið. Núna er skólinn í þessu flotta húsnæði með fyrsta flokks aðstöðu og gerir það mig enn spenntari að taka þar til starfa. Það er svo ánægjulegt að sjá þegar bæjarfélög leggja áherslu á góða tónlistarskóla enda eru þeir farnir að spila svo stórt hlutverk í samfélaginu. Sem dæmi er alltaf hóað í nemendur tónlistarskólanna til að koma fram þegar eitthvað er um að vera í bæjarfélögum. Segja má að góður tónlistarskóli sé sem skrautfjöður í hatt bæjarfélags,“ segir Jónína Erna í samtali við Skessuhorn. Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir