Mariönu líkar vel að búa á Íslandi. Ljósm. glh.

Elskar þegar reynir á íslenskukunnáttuna

Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn í elsta hús Borgarness á dögunum sem nú hýsir starfsemi Kaffi Brákar og gistiþjónustuna Egils Guesthouse. Meðal starfsmanna þar er hin portúgalska Mariana Mendonça. Þegar blaðamann bar að garði var nóg um að vera og Mariana á fullu að útbúa kaffi fyrir viðskiptavin með brosi á vör. Loks þegar traffíkin róaðist aðeins gaf hún sér góðan tíma með blaðamanni til að segja söguna sína og hvernig það kom til að hún ákvað að flytja til Íslands og setjast hér að. Mariana starfar nú á Hótel Húsafelli en gengur einnig vaktir á Kaffi Brák. Hún býr í Reykholtsdalnum ásamt unnusta sínum þar sem þau nýlega keyptu sér hús.

Í Skessuhorni segir Mariana frá því hvernig æxlaðist að hún kom hingað til lands.

Líkar þetta

Fleiri fréttir