
Merkar bækur gefnar Bókasafni Akraness
Bókasafni Akraness barst nýlega gjöf, tvær bækur sem hafa fylgt fjölskyldu á Akranesi í yfir hundrað ár. Gefandi bókanna er Erla Sigurðardóttir. Hún er myndlistarmaður, fædd á Akranesi, búsett í Kópavogi en dvelur mikið í bústað sínum í Ölveri. Erla er nú hætt málun, komin á eftirlaun, eins og hún segir sjálf. Um er að ræða hátíðarútgáfu af fyrsta og öðru bindi ævintýra H.C Andersen, sem gefin var út í Kristianiu í Köpmannahöfn árið 1905. Bækurnar verða næstu vikur til sýnis á Bókasafni Akraness.
Nánar um gjöfina í Skessuhorni sem kom út í dag.