Svipmynd af fundinum í gær. Ljósm. mm.

Sveitarfélögin lögðu spilin á borðið

Í gær hélt Ríkisstjórn Íslands sérstakan sumarfund sinn að Langaholti í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Að loknum ríkisstjórnarfundi var haldinn fundur með fulltrúum allra sveitarstjórna á Vesturlandi. Þar hélt Rakel Óskarsdóttir bæjarfulltrúi á Akranesi og formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi kynningu þar sem hún fór yfir mörg af sameiginlegum hagsmunamálum landshlutans gagnvart fjárveitingavaldinu. Rakel segir í samtali við Skessuhorn að sveitarfélögin tíu á Vesturlandi séu afar samstíga og geti til að mynda státað af samgönguáætlun og fleiri samstarfsmálum. Í Skessuhorni í fyrramálið verður rakið það helsta sem Rakel kynnti fyrir hönd sveitarfélaga á Vesturlandi fyrir æðstu ráðamönnum þjóðarinnar.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir