Mótmælt á Austurvelli

Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli í Reykjavík. Tilefnið er mótmæli þar sem vakin er athygli á slæmri stöðu í kjaradeilu ríkisins og ljósmæðra. Að óbreyttu hefst yfirvinnubann ljósmæðra á miðnætti í kvöld. Því er ljóst að grafalvarleg staða er  komin upp í fæðingarþjónustu hér á landi. Almenningur á Austurvelli krefst aðgerða og lausna af hálfu ríkisins strax. Þingfundur fer nú fram í Alþingishúsinu en þar er kjaradeilan ekki á dagskrá. Deilan er í miklum hnút og hafa samninganefndir ljósmæðra og ríkis ekki verið boðaðar á fund ríkissáttasemjara fyrr en næsta mánudag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir