Hátíðarfundur Alþingis á morgun á Þingvöllum

Alþingi kemur saman til fundar í dag, þriðjudaginn 17. júlí, og á morgun, miðvikudag, í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Í dag hefst þingfundur kl. 13.30. Á morgun verður hátíðarfundur Alþingis að Lögbergi á Þingvöllum og hefst sá fundur kl. 14.

Á dagskrá þingfundarins á Þingvöllum verður eitt mál tillaga formanna stjórnmálaflokkanna um verkefni í þágu barna og ungmenna, og um rannsóknir er stuðli að sjálfbærni auðlinda hafsins og nýtt hafrannsóknaskip. Tillagan verður afgreidd þar með umræðu og atkvæðagreiðslu.

Bein sjónvarpsútsending verður frá þingfundinum og öllum landsmönnum gefst þannig kostur á að fylgjast með. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir á Þingvöll en hægt er að fylgjast með fundinum í brekkunni fyrir ofan þingpallinn. Útsending RÚV hefst kl. 12.45 en einnig verður hægt að fylgjast með fundinum á vef Alþingis og sjónvarpsrás Alþingis. Reiknað er með að hátíðarfundinum ljúki fyrir kl. 16.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir