Ari Gunnarsson er Vestfjarðavíkingurinn 2018

Keppt var í lokagreinum Vestfjarðavíkingsins á bæjarhátíðinni Heim í Búðardal sem fram fór um liðna helgi. Fjórða árið í röð var það Ari Gunnarsson sem hampaði titlinum. Það þurfti hvorki meira né minna en sterkasta mann heims til að afhenda verðlaunin, en Hafþór Júlíus Björnsson mætti til að hvetja strákana áfram og krýna Vestfjarðavíkinginn 2018. Meðfylgjandi mynd tók Steina Matt ljósmyndari Skessuhorns við þetta tilefni.

Sjá nánar Heim í Búðardal í Skessuhorni á morgun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir