Valentínus Guðnason útgerðarmaður og harðfisksverkandi handfjatlar fisk við Stykkishólmshöfn. Ljósm. úr safni/sá.

Undirbúa byggðaráðstefnu í Stykkishólmi í haust

Byggðastofnun kallar eftir tillögum að erindum sem flytja mætti á byggðaráðstefnuna sem halda á í Stykkishólmi dagana16.-17. október í haust. Þar verður umfjöllunarefnið „Byggðaþróun og umhverfismál, hvernig getur blómleg byggð og náttúrvernd farið saman?“ Að ráðstefnunni staðanda, auk Byggðastofnunar, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Stykkishólmsbær.

„Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt land. Ráðstefnan er vettvangur fólks úr háskólum, stjórnsýslu, sveitastjórnum og annarra sem áhuga hafa á byggðaþróun og umhverfismálum. Leitast verður við að ná fram ólíkum sjónarmiðum þeirra sem vinna að rannsóknum og stefnumótun á vettvangi byggðamála með áherslu á umhverfismál.“

Tillaga að fyrirlestri með stuttri innihaldslýsingu, 200-300 orða útdrætti, sendist til Byggðastofnunar á netfangið sigridur@byggdastofnun.is eigi síðar en 27. ágúst 2018.

Líkar þetta

Fleiri fréttir