Spáð er þurrki til fimmtudags

Samkvæmt veðurspá er nú útlit fyrir þurrk um landið vestanvert næstu fjóra daga. Það verður norðlæg átt og léttir smám saman til í dag, en skýjað og súld eða dálítil rigning verður fyrir norðan og austan. Á morgun, þriðjudag verður hæg breytileg átt og léttskýjað sunnan- og vestanlands en skýjað fyrir norðan og þokuloft við ströndina. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast sunnan til. Á miðvikudag og fimmtudag verður hægviðri og bjart með köflum en lítilsháttar væta á köflum með austurströndinni. Hiti 12 til 17 stig yfir daginn. Á föstudag gengur hins vegar í sunnanátt og rigningu um leið og léttir til norðaustanlands síðdegis. Á laugardag er útlit fyrir vestlæga átt, súld eða þokuloft vestantil í fyrstu en bjartviðri um landið suðaustan- og austanvert.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira