Frá aðgerðum á vettvangi í dag. Ljósm. Landsbjörg.

Féll af hestbaki við Löngufjörur

Síðdegis í dag voru björgunarsveitir á Vesturlandi kallaðar út vegna konu sem hafði fallið af hestbaki og slasast við Löngufjörur á Snæfellsnesi. Björgunarsveitir héldu til aðstoðar en auk þess þyrla Landhelgisgæslunnar sem sótti konuna og flutti á sjúkrahús.  Aðgerðir gengu vel.

Líkar þetta

Fleiri fréttir