Grunur um salmonellu í spænskum grísakótelettum

„Matvælastofnun varar við neyslu á Lúxus grísakótilettum frá Krónunni,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni sl. föstudag. „Salmonella greindist í einu sýni í skimun Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga á sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á markaði. Nánari rannsókna er þörf til að staðfesta greininguna. Krónan ehf. hefur ákveðið að innkalla af markaði lúxus ókryddaðar og kryddaðar grísakótilettur frá Spáni, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Vöruheitið er Lúxus grísakótelettur, úrb., með ítalskri marinerngu og New York.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mottumars er hafinn

Átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars, var formlega hrundið af stað síðastliðinn föstudag. Átakið snýst um, eins og landsmenn þekkja, krabbamein í körlum.... Lesa meira