Jónína Erna Arnardóttir.

Jónína Erna ráðin skólastjóri Tónlistarskóla Akraness

Jónína Erna Arnardóttir píanóleikari og tónlistarkennari hefur verið ráðin í starf skólastjóra Tónlistarskóla Akraness. Bæjarráð Akraneskaupstaðar staðfesti í gær ráðningu hennar, en staðan var auglýst í byrjun júní og bárust tíu umsóknir. Jónína Erna er fædd og uppalin í Borgarnesi og býr þar. Hún er með burtfarar- og kennarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og Cand Mag próf frá Griegakademiunni í Bergen. Hún hefur lokið meistaraprófi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.

Jónína Erna hefur verið deildarstjóri við Tónlistarskóla Borgarfjarðar og kennt við skólann. Hún hefur einnig verið virk í sveitarstjórnarmálum í heimabyggð. Sat m.a. í sveitarstjórn Borgarbyggðar í átta ár, átti sæti í mennningarnefnd Borgarbyggðar og gegndi þar formennsku í eitt kjörtímabil. Þá var hún verkefnastjóri Borgfirðingahátíðar í tvö ár og stofnandi og listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar IsNord sem haldin var í tíu ár víðsvegar um Borgarfjörð. Jónína hefur einnig setið í stjórn Snorrastofu, í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og í stjórn Faxaflóahafna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir