Torfærukeppni í landi Fellsenda um aðra helgi

Fjórða og fimmta umferð Íslandsmeistaramótsins í torfæru fer fram í malargryfjum í landi Fellsenda í Hvalfjarðarsveit dagana 21. og 22. júlí næstkomandi. Sem fyrr er það Torfæruklúbbur Suðurlands sem heldur mótið. Keppnin hefst báða dagana klukkan 11:00 og kostar 2.000 krónur inn á svæðið fyrir hvorn dag. Ef keyptur er aðgangur báða dagana er verðið hins vegar 3000 krónur. Frítt er hins vegar fyrir börn yngri en 12 ára.

Líkar þetta

Fleiri fréttir