Fæstir ná að nýta alla veiðidagana í júlí

Þrálát ótíð það sem af er sumri hefur komið í veg fyrir að strandveiðisjómenn hafi geti róið eins og þeir kjósa og hafa heimildir til. Kveður svo rammt við að menn muna jafnvel ekki eftir annarri eins ótíð að sumri. Nú er útlit fyrir margir nái ekki að nýta alla 12 róðrardagana sem leyfirlegt er í júlí. Sama gilti um júnímánuð, í það minnsta hjá þeim sem róa ekki ef veður eða veðurútlit er tvísýnt. Sjómenn eru því farnir að ókyrrast og í landlegum eru margir á kaffistofum og ergja sig út af veðri og vindum. Aðrir hittast á bryggjuspjalli, eins og þessir herramenn, þeir Vöggur Ingvason, Gísli Marteinsson og Róbert Óskarsson. Allir róa þeir á strandveiðum. Þeir fóru svo til veiða í dag og er veðrið skaplegt á miðunum samkvæmt heimildum Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir