Stjórn Sumargjafar ásamt afkomendum við minnisvarðan sem var vígður í apríl síðastliðinn vegna 70 ára afmælis Sumargjafar. Ljósm. AF.

Færðu Sumargjöf peninga í minningu tveggja bræðra

Síðastliðinn laugardag færðu afkomendur Sólveigar Sveinsdóttir frá Hafnarhvoli í Ólafsvík og Braga Björnssonar, slysavarnarfélaginu Sumargjöf í Ólafsvík peningagjöf til minningar um Sigurð og Lárus Sveinssyni, en þeir voru bræður Sólveigar. Þeir bræður fórust þegar vélbáturinn Framtíðin hvolfdi í Ólafsvíkurhöfn í september árið 1947. Gjöfin er þakklætisvottur til félagsins fyrir góð störf í þágu sjómanna og fjölskyldna þeirra.

Ragnheiður Víglundsdóttir formaður Sumargjafar tók við gjöfinni úr hendi Önnu Bragadóttir og vildi Ragnheiður koma fram þökkum til afkomenda vegna hlýhugs sem deildinni er sýnd með þessari gjöf.

Líkar þetta

Fleiri fréttir