„Mesta óvissan er í raun hvar við munum búa næsta vetur“

Föstudagskvöldið 29. júní var Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir og dætur hennar tvær, Dalrós Líf 10 ára og Friðmey Dóra 7 ára á leið heim á Akranes eftir kvöldstund með fjölskyldunni í Reykjavík. Þetta kvöld höfðu þær farið út að borða á veitingastaðnum Shake and pizza í tilefni af 13 ára afmælis frænda þeirra. Þar sem mæðgurnar voru allar í sumarfríi ákváðu þær að njóta sumarkvöldsins og keyrðu fyrir Hvalfjörð á leiðinni heim. Þegar þær voru við Ferstikluskálann fékk Jóhanna símhringingu þar sem henni var sagt frá því að eldur væri kominn upp á heimili þeirra. Blaðamaður Skessuhorns hitti Jóhönnu skömmu fyrir helgi og skoðaði með henni húsið og ræddi við hana um þessa fyrstu daga eftir brunann.

Sjá viðtal í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir