Hannar heillandi fígúrur úr ullarflóka

Áslaug Rafnsdóttir starfaði sem lögfræðingur í yfir 20 ár en er nú hætt á vinnumarkaðinum. Þrátt fyrir skrifstofuvinnu um ævina er henni margt fleira til lista lagt. Hún hefur undanfarin ár varið miklum tíma í föndur og útbýr allskonar fígúrur úr ull þessa dagana og kveðst hafa gaman af. Blaðamaður Skessuhorns kíkti til Áslaugar um síðustu helgi þegar Írskir dagar voru haldnir hátíðlegir á Akranesi, en þar tók hún þátt í markaðsstemningunni við Akratorg þar sem ullarfígúrur hennar í öllum stærðum og gerðum voru til sölu.

Rætt er við Áslaugu í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir