Stytta vinnuvikuna í Skýjaborg

Hvalfjarðarsveit ætlar að stytta vinnuviku starfsfólks í leikskólanum Skýjaborg um fimm klukkustundir á viku þegar starfsfólk kemur til starfa eftir sumarfrí. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára og er megintilgangurinn að fjölga leikskólakennurum og bæta starfsaðstæður í Skýjaborg. „Mikilvægur punktur varðandi styttingu vinnuvikunnar er að þrátt fyrir að 100% starfshlutfall verði 35 klukkustundir á viku verður það reiknað sem 87,5% starf inni á deild. Þetta er gert svo að það auki ekki álagið á vinnutíma þó starfsfólk vinni styttri vinnudag. Það verða einfaldlega ráðið fólk til að fylla upp í,“ segir Eyrún Jóna Reynisdóttir leikskólastjóri í Skýjaborg í samtali við Skessuhorn.

Nánar í Skessuhorni sem kemur út á morgun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir