Kór Dalaprestakalls ásamt kórstjóra og sóknarpresti. Ljósm. kirkjan.is

Sjö útvarpsmessur voru teknar upp í Reykholti

Í lok aprílmánaðar voru sjö útvarpsmessur teknar upp í Reykholtskirkju í Borgarfirði og voru kirkjukórar, prestar, lesarar, organistar og aðrir hljóðfæraleikarar sem tóku þátt í verkefninu. Upptökumaður Ríkisútvarpsins var Einar Sigurðsson og umsjónarmaður verkefnisins var Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri.

Búið er að útvarpa flestum þessum messum, en tvær eru eftir. Sunnudaginn 15. júlí verður útvarpað messu þar sem séra Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur á Borg messar og um tónlistarflutning sjá Steinunn Árnadóttir organisti, Rut Berg flautuleikari ásamt Kór Borgarneskirkju. Loks verður útvarpsmessa sunnudaginn 22. júlí þar sem prestur er séra Anna Eiríksdóttir, Hallór Þorgils Þórðarson er organisti og Kirkjukór Dalaprestakalls syngur. Áður er búið að útvarpa messum úr Saurbæjarprestakalli, Hvanneyrarprestakalli, Stafholtsprestakalli, Reykholtsprestakalli og Akranesprestakalli.

Líkar þetta

Fleiri fréttir