Dagur íslenska fjárhundsins er 18. júlí

Dagur íslenska fjárhundsins verður haldinn hátíðlegur í þriðja sinn miðvikudaginn 18. júlí. „Á þessu ári fögnum við 100 ára fullveldi og því er enn meiri ástæða til þess að vekja athygli á menningararfi okkar – íslenska fjárhundinum. Þema dagsins að þessu sinni er: Íslenski fjárhundurinn er fjölskylduvinur. Að venju eru eigendur íslenskra fjárhunda hvattir til þess að halda daginn hátíðlegan og hafa hundinn sem mest sýnilegan,“ segir í tilkynningu frá undirbúningsnefnd dagsins.

Einnig verður dagskrá í hádeginu á Café Meskí í Fákafeni í Reykjavík. Þar munu þrír hundaþjálfarar flytja fyrirlestra. Monika Dagný Karlsdóttir segir frá lífi sínu með íslenska fjárhundinum Hófí. Brynhildur Inga Einarsdóttir fjallar um táknmál og líkamstjáningu íslenska fjárhundsins í máli og myndum. Loks fjallar Þórhildur Bjartmarz um hundabann í 60 ár. Loks verð afhending verðlauna í ljósmyndasamkeppni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir