Akrafjallsvegur malbikaður í kvöld og nótt

Í kvöld þriðjudagskvöld og næstu nótt er stefnt að því að malbika 3,7 km langan kafla á Akrafjallsvegi. Veginum verður lokað, hjáleiðir og viðeigandi merkingar settar upp meðan á framkvæmd stendur. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að áætlað sé að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 20:30 og 07:00 í fyrramálið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir