Varað við suðvestan stormi í dag

Veðurstofan varar nú við hvassviðri á svæðinu frá Breiðafirði, Vestfjörðum og til Norðurlands vestra í dag. Það gengur í suðvestan storm með snörpum vindhviðum (Gult ástand) klukkan 10 og varir til klukkan 20 í kvöld. „Ferðalöngum, einkum þeim sem eru á farartækjum sem taka á sig vind, er því bent að fylgjast vel með veðri.“

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir: „Frá Snæfellsnesi vestur um og norður í Eyjafjörð verður stormur, 18-23 m/s frá hádegi og fram á nótt. Snarpir strengir verða einkum á fjallvegunum og eins staðbundið á láglendi. Síðdegis og í kvöld er reiknað með sandfoki norðan Vatnajökuls og á Möðrudalsöræfum.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir