Stilla úr myndinni þar sem sögusviðið var Skógræktin.

Frumsýndu myndina með Prump í sketzinum

Síðastliðinn fimmtudag lauk kvikmyndasmiðju hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands og Starfsendurhæfingu Vesturlands á Akranesi með frumsýningu á verkinu „Með prump í sketzinum.“ Kvikmyndasmiðjan er 21 mínúta að lengd og er unnin í samstarfi við Muninn kvikmyndagerð og hafði Heiðar Mar Björnsson kvikmyndagerðarmaður umsjón með smiðjunni. Frumsýnt var í Bíóhöllinni á Akranesi þar sem áhorfendur skemmtu sér konunglega enda hæfileikaríkir leikarar sem fóru á kostum í myndinni.

Að sögn Thelmu Hrundar Sigurbjörnsdóttur var þetta í þriðja sinn sem kvikmyndasmiðja er á dagskrá hjá Starfsendurhæfingu Vesturlands á jafn mörgum árum. „Áður höfðu verið unnar stuttmyndir en nú vann hópurinn þátt samsettan af grín-sketzum. Í smiðjunni er lögð áhersla á samstarf þar sem nemendur koma að ferli kvikmyndar frá upphafi til enda. Ferlið felur í sér hugmyndavinnu, handritsgerð, að afla leikmuna og búninga, farða, finna tökustaði, upptöku, klippivinnu og hljóðvinnslu,“ segir Thelma.

Líkar þetta

Fleiri fréttir