Frá vettvangi óhappsins eftir hádegi í dag. Ljósm. hsi.

Árekstur við Kvíabryggju

Um hádegisbil í dag varð allharður árekstur við afleggjarann að Kvíabryggju í Grundarfirði. Fólksbíl var beygt af þjóðveginum inn á afleggjarann, en í veg fyrir jeppabifreið sem kom á móti. Fimm voru í jeppanum og sluppu án teljandi meiðsla. Tvennt var í fólksbílnum og var annað flutt suður á sjúkrahús. Hinir fengu allir aðhlynningu á Heilsugæslustöðinni í Grundarfirði. Báðir bílarnir eru óökuhæfir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir