
Sennilega stærsta jarðvegsskriða frá landnámi
Skriðan sem féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal í gær er líklega stærsta skriðufall hér á landi frá landnámi. Milljónir rúmmetra af grjóti og aur hrundu úr fjallinu og stíflaði m.a. farveg Hítarár. Meðfylgjandi drónamynd tók Sumarliði Ásgeirsson ljósmyndari Skessuhorns í gær og sýnir myndin glöggt umfang skriðunnar.