Ógnar velferð og þjónustu við börn

Kvensjúkdóma- og fæðingalæknar auk svæfingalækna hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem komin er upp í kjaradeilu ljósmæðra. „Við tökum undir ályktun læknaráðs Landspítala og yfirlýsingu sérfræðilækna við Kvennadeild Landspítala og skorum á deiluaðila að finna lausn á málinu sem allra fyrst. Það er mikilvægt að sérþekking og ábyrgð ljósmæðra í starfi endurspeglist í launum þeirra. Ljósmæður gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í fæðingarteymi sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana. Þær sinna einnig margvíslegu eftirliti og meðferð á meðgöngu og ekki síður í tengslum við kvensjúkdóma. Núverandi staða ógnar þannig velferð og þjónustu við konur, börn og samfélagið í heild sinni, bæði nú og um ókomna framtíð.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir