
Gabríel er sá rauðhærðasti
Hinn 15 ára gamli Skagamaður, Gabríel Ísak Valgeirsson, var í gær valinn rauðhærðasti Íslendingurinn 2018 en valið var kunngjört á Akratorgi þar sem fram fór fjölskylduskemmtun á Írskum dögum. Dómnefndin var skipuð þremur starfsmönnum Gaman ferða sem bjóða einmitt sigurvegaranum flug til Dublin fyrir tvo. Margt var um manninn og fjölbreytt skemmtiatriði á dagskrá, en Írskir dagar eru nú haldnir í 19. skipti. Veður var með besta móti í gær á skemmtun sem náði til morguns.