
Bálhvasst verður við Hafnarfjall og á norðanverðu Snæfellsnesi
Veðurfræðingar vara enn og aftur við hvassviðri í kvöld og senda gula viðvörun. „Suðvestan- og Vestanlands hvessir þegar líður á daginn með skilum lægðar sem fer fyrir vestan land. Suðsuðaustan-átt og reikna má með hviðum allt að 30-35 m/s sérstaklega við Hafnarfjall og á norðanverðu Snæfellsnesi. Búast má við að veðrið standi yfir til klukkan 22 í kvöld.“ Þá segir að Kjalarnes sleppi heldur betur í þessari vindátt.
Við þessar aðstæður er óráðlegt að fara með ferðavagna, svo sem hjólhýsi og húsbýla sem og hestakerrur, um þessi svæði.