Bálhvasst verður við Hafnarfjall og á norðanverðu Snæfellsnesi

Veðurfræðingar vara enn og aftur við hvassviðri í kvöld og senda gula viðvörun. „Suðvestan- og Vestanlands hvessir þegar líður á daginn með skilum lægðar sem fer fyrir vestan land. Suðsuðaustan-átt og  reikna má með hviðum allt að 30-35 m/s sérstaklega við Hafnarfjall og á norðanverðu Snæfellsnesi. Búast má við að veðrið standi yfir til klukkan 22 í kvöld.“ Þá segir að Kjalarnes sleppi heldur betur í þessari vindátt.

Við þessar aðstæður er óráðlegt að fara með ferðavagna, svo sem hjólhýsi og húsbýla sem og hestakerrur, um þessi svæði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira