Hér sést hluti skriðunnar sem féll úr fjallinu og stíflar Hítárá. Ljósm. Finnbogi Leifsson.

Risastór skriða féll úr Fagraskógarfjalli

Í morgun féll mörg hundruð metra breið og efnismikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli, skammt neðan við Hítardalsvelli á Mýrum. Skriðan fór yfir Hítará og stíflaði ána. Að sögn Finnboga Leifssonar bónda í Hítardal féll skriðan mörg hundruð metra yfir landið sunnan ár og er hún sem fjall á að líta. „Það má líkja þessu við náttúruhamfarir. Að sjá er illmögulegt að bregðast við varðandi rennsli Hítarár,“ skrifar Finnbogi á Facebook síðu sína. „Ég er alveg miður mín út af þessu,“ bætir hann við.

Líkar þetta

Fleiri fréttir