Annir hjá björgunarsveitarfólki í dag

Björgunarsveitir á Vesturlandi voru í dag kallaðar út í tvö aðskilin útköll. Koma þurfti manni til aðstoðar sem slasað hafði sig á fæti við Bröttubrekku.

Þá voru björgunarsveitir kallaðar út í tengslum við skriðufallið úr Fagraskógarfjalli skammt frá Hítardal á Mýrum. Viðbragðsaðilar voru fengnir til að meta ástand á vettvangi, tryggja öryggi og manna lokanir vega. Einnig voru boðaðir drónahópar til þess að hægt væri að ná betri yfirsýn yfir svæðið þar sem skriðan féll.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira