
Annir hjá björgunarsveitarfólki í dag
Björgunarsveitir á Vesturlandi voru í dag kallaðar út í tvö aðskilin útköll. Koma þurfti manni til aðstoðar sem slasað hafði sig á fæti við Bröttubrekku.
Þá voru björgunarsveitir kallaðar út í tengslum við skriðufallið úr Fagraskógarfjalli skammt frá Hítardal á Mýrum. Viðbragðsaðilar voru fengnir til að meta ástand á vettvangi, tryggja öryggi og manna lokanir vega. Einnig voru boðaðir drónahópar til þess að hægt væri að ná betri yfirsýn yfir svæðið þar sem skriðan féll.