Hluti gefendahópsins ásamt Bjarna Skúla Ketilssyni listmálara. Málverkið af Pálma komið upp á vegg á bakvið þá.

Var birtingarmynd hins trygga og trausta stuðningsmanns

Hópur velunnara Skagaliðsins í knattspyrnu stóð nýverið að kaupum á málverki eftir Bjarna Skúla Ketilsson, Baska, lismálara frá Akranesi. Málverkið er af Pálma Ólafssyni (1913-1988). Pálmi var einlægur stuðningsmáður Skagaliðsins um áratugaskeið. Í hópi áhorfenda var hann áberandi persóna og mörgum eftirminnilegur. Hann var aufúsugestur á leikjum liðsins og naut samvista og vináttu við marga leikmenn liðsins á árum áður. Málverkinu hefur nú verið fært Akraneskaupstað til eignar og komið upp á áberandi stað í hátíðarsalnum að Jaðarsbökkum.

Í gjafabréfi velunnara Skagaliðsins segir m.a.: „Sem kunnugt er þá nær stuðningur við knattspyrnuna á Akranesi langt út fyrir bæjarmörkin og finna má víða um land velunnara og stuðningsfólk. Segja má að Pálmi sé birtingarmynd hins trygga og trausta stuðningsmanns Skagaliðsins, sem aldrei lét sig vanta á völlinn. Knattspyrnan á Akranesi er alþýðumenning og samnefnari, sem nær til allra í samfélaginu óháð starfi og stöðu. Þau verðmæti er mikilvægt að varðveita og stuðla að því að áfram verði knattspyrnan á Akranesi blómleg sameign bæjarbúa og hornsteinn æskulýðsstarfs.“

Fyrrnefndir velunnarar og gefendur myndarinnar eru: Gísli Gíslason, Gunnar Sigurðsson, Jón Gunnlausson, Haraldur Sturlaugsson, Magnús Guðmundsson, Sævar Freyr Þráinsson, Örn Gunnarsson, Kristján Sveinsson, Þórður Þórðarson, Þröstur Stefánsson og Ólafur Adolfsson.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mottumars er hafinn

Átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars, var formlega hrundið af stað síðastliðinn föstudag. Átakið snýst um, eins og landsmenn þekkja, krabbamein í körlum.... Lesa meira