
Undirbúa 90 ára afmæli Skallagrímsgarðs
Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar í gær var samþykkt að stofna afmælisnefnd Skallagrímsgarðs þar sem garðurinn verður 90 ára árið 2020. Þriggja manna nefnd verður skipuð sem í sitja fulltrúar frá Kvenfélagi Borgarness, sveitarfélaginu og starfsmaður garðsins. Umhverfisfulltrúi Borgarbyggðar verði starfsmaður nefndarinnar.