Vilja lækka umferðarhraða um Borgarbraut

Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur með bréfi farið fram á það við Borgarbyggð að hámarkshraði umferðar um neðri hluta Borgarbrautar í Borgarnesi verði lækkaður úr 50 í 30 km/klst. Lækkun hraða næði frá gatnamótum Þorsteinsgötu/Böðvarsgötu að gatnamótum við Egilsgötu. „Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna áfram að málinu í samstarfi við Vegagerðina. Byggðarráð telur mikilvægt að bæta öryggi á umræddum vegarkafla og skoða í því sambandi merkingar um öryggi vegfarenda,“ segir í bókun ráðsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir