Gylfi Scheving og Jóhanna Hjelm voru útnefnd Snæfellsbæingar ársins við hátíðarathöfn í Snæfellsbæ á þjóðhátíðardaginn. Ljósm. af.

Snæfellsbæingar ársins ráku líkamsræktarstöð í áratugi

Tíðkast hefur að menningarnefnd Snæfellsbæjar útnefndi Snæfellsbæing ársins við hátíðarhöld á þjóðhátíðardeginum. Að þessu sinni voru það hjónin Gylfi Scheving og Jóhanna Hjelm sem hlutu nafnbótina og eru vel að henni komin. Þau hjónin höfðu rekið líkamsræktarstöðina Sólarsport í Snæfellsbæ í 34 ár þegar Sigurður sonur þeirra og Marsibil Katrín kona hans tóku við rekstrinum um síðustu áramót. „Þetta byrjaði allt sem sólbaðsstofa sem við opnuðum í kjallaranum á heimili okkar árið 1984 og þá hét stofan Sólarnes. Við fluttum svo í stærra húsnæði við Ólafsbraut um áramótin 1997-1998 og þá vorum við bæði með líkamsræktaraðstöðu og ljósabekki. Við breyttum þá nafninu í Sólarsport,“ segir Gylfi í samtali við blaðamann Skessuhorns.

Nánar er rætt við Gylfa í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir