Selja glæsilegar peysur fyrir Lopapeysuballið

„Við eigum úrval af peysum, sennilega hátt í hundrað, sem nú eru tilbúnar til sölu fyrir Lopapeysuballið, hápunkt Írsku daganna, á laugardaginn,“ segir Sigrún Jóhannesdóttir starfmaður RKÍ á Akranesi í samtali við Skessuhorn. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er hægt að fá peysur með ýmsum mynstrum og litum, allt afar glæsilegar flíkur. Peysurnar eru allar yfirfarnar; heilar og nýþvegnar og eru seldar á hóflegu verði, eða 4.500 – 7.500 krónur. RKÍ búðin er við Skólbraut 25a á Akranesi. Sigrún segir að opið verði í dag til klukkan 19 og á morgun föstudag verður opnað klukkan 10 og opið fram eftir degi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir