Myndband: Minningarsjóður í nafni Einars Darra

Átján ára piltur, Einar Darri Óskarsson, lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit 25. maí síðastliðinn. Aðstandendur hans hafa stofnað minningarsjóð í hans nafni og hafa nú sent frá sér forvarnarmyndbandið „Ég á bara eitt líf“. Í myndbandinu tjá sig meðal annarra foreldrar Einars Darra og systkini. Myndbandið er fyrsti hluti forvarnarverkefnisins #egabaraeittlif sem gengur út á að fræða ungt fólk um hætturnar sem geta fylgt notkun róandi og ávanabindandi lyfja. Lýst er þeirri nístandi sorg sem þeir sem eftir lifa upplifa, en andlát Einars Darra, eftir neyslu róandi lyfja, kom öllum aðstandendum hans í opna skjöldu. Hann hafði aðgang að róandi lyfjum og verkjalyfjum í gegnum netið og hafði fiktað við notkun lyfjanna í skamman tíma. Minningarsjóðurinn sem var stofnaður í nafni Einars Darra rennur til styrktar málefna sem ætluð eru til að hjálpa ungu fólki í fíkniefnavanda.

Myndbandið #egabaraeittlif má sjá hér að neðan:

#egabaraeittlif

DEILIÐ 💕#egabaraeittlif STÖNDUM SAMAN 💕

Posted by Minningarsjóður Einars Darra on Tuesday, July 3, 2018

Líkar þetta

Fleiri fréttir