Kolbrún Katla Halldórsdóttir og Sigurrós komust í úrslit í barnaflokki. Ljósm. Ólafur Ingi Ólafsson.

Landsmót hestamanna fer vel af stað

Landsmót hestamanna hófst á sunnudaginn á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Keppni hófst á forkeppni í barnaflokki og fylgdu hinir flokkarnir hver á fætur öðrum en forkeppni lauk í gær. Vestlendingar hafa staðið sig ágætlega það sem af er móti. Kolbrún Katla Halldórsdóttir á Sigurrós frá Söðulsholti komst í milliriðil í barnaflokki en hún keppir fyrir Borgfirðing. Þrír Vestlendingar komumst í milliriðil í ungmennaflokki, allir frá Borgfirðingi, Þorgeir Ólafsson og Hlynur frá Haukatungu Syðri, Máni Hilmarsson og Lísbet frá Borgarnesi og Húni Hilmarsson og Neisti frá Grindavík. Þá fóru þrír hestar af Vesturlandi upp úr forkeppni í B-flokki, Steggur frá Hrísdal setinn af Siguroddi Péturssyni frá Snæfellingi, Þjóstur frá Hesti setinn af Valdís Ýr Ólafsdóttir frá Borgfirðingi og Arna frá Skipaskaga með knapann Sigurður Sigurðsson frá Dreyra.

Einnig fara þrír hestar af Vesturlandi í milliriðla í A-flokki, en forkeppni lauk síðdegis í gær. Það eru: Atlas frá Lýsuhóli og Jóhann Ragnarsson frá Snæfellingi, Sproti frá Innri Skeljabrekku og Gústaf Ásgeir Hinriksson frá Borgfirðingi auk þeirra Goða frá Bjarnarhöfn og Hans Þórs Hilmarssonar frá Snæfellingi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir