DCIM100MEDIADJI_0015.JPG

Gistiheimilið West Park er rekið á Gufuskálum

West Park gistiheimilið er til húsa á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Það hóf fyrst starfsemi í september á síðasta ári en eigendur eru Hilmar Leó Antonsson, Baldur Þór Sigurðarson og Ásgeir Mogensen. Opnuðu þeir fyrst helminginn af gistiheimilinu; fjögur hús af átta. Það var svo í byrjun þessa árs sem þeir félagar opnuðu seinni helminginn af húsunum fyrir almenning og geta þeir nú tekið á móti 56 manns í 32 herbergjum í húsunum átta. Að sögn Ásgeirs var erfitt að opna í lok september og fara beint inn í veturinn þar sem umferð um svæðið minnkar töluvert á haustin. „Það tekur líka tíma að byggja góð sambönd við ferðaskrifstofur og skipuleggjendur ferða en það er lykilatriði til þess að tryggja velgengni gistiheimilisins í framtíðinni að rækta gott samstarf við þessa aðila,“ segir Ásgeir. Þeir félagar eru hins vegar bjartstýnir á að komandi vetur verði betri en sá síðasti, sumarið lítur vel út í bókunum enda hefur Snæfellsnesið upp á mikið að bjóða, margar náttúruperlur að finna og umferð ferðafólk stöðugt að aukast.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir