Ester Alda starfar nú eftir heimkomuna við hellulagnir og lætur rigninguna og rokið ekkert á sig fá. Hér er hún í vinnunni. Ljósm. glh.

„Flóðhestar eru algjör krúttrassgöt“

Ester Alda Hrafnhildar Bragadóttir er 21 árs Borgnesingur sem er óhrædd við að fara sínar eigin leiðir í lífinu en fyrir ekki svo löngu ákvað hún að ferðast til Asíu og Afríku ein síns liðs. „Það hefur alltaf blundað í mér að ferðast og skoða heiminn. Ég ákvað í rauninni með mjög stuttum fyrirvara að drífa mig af stað,“ segir Ester um tildrög ferðalagsins. „Ég útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri fyrir ári síðan og ákvað þá að taka mér árs pásu frá námi því ég vissi hreinlega ekki hvað ég vildi læra.“ Ester setti sig í samband við Kilroy sem er ferðaþjónustufyrirtæki og sérhæfir sig í þjónustu fyrir ungt fólk og námsmenn. Með hjálp Kilroy bókaði Ester Alda flug milli framandi landa og tilvonandi ævintýraferð tók á sig mynd.

Sjá ferðasögu Esterar Öldu í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir