Stund milli stríða og hvað er þá betra en íslenskt skyr?

„Ég er fótboltalögga Íslands“

Vilhjálmur Gíslason á Akranesi hefur starfað við löggæslu óslitið frá árinu 1983. Fyrst var hann um 15 ára skeið lögregluþjónn á Akranesi en hefur frá árinu 2000 starfað við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Deildin annast samskipti lögreglunnar á Íslandi við önnur ríki. Þá hefur Vilhjálmur einnig farið fyrir teymi íslenskra lögregluþjóna þegar landslið Íslands í knattspyrnu spilar á erlendum vettvangi. Fór hann meðal annars á Evrópumótið í Frakklandi fyrir tveimur árum síðan og er þegar þetta er skráð á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Skessuhorn hitti Vilhjálm, eða Villa eins og hann er jafnan kallaður, að máli á heimili hans áður en hann hélt til Rússlands.

Sjá opnuviðtal við Villa löggu í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira