Skagamaðurinn Ísólfur Haraldsson er skipuleggjandi Lopapeysunnar nú sem fyrr. Ljósm. glh

Búist við metaðsókn á fimmtándu Lopapeysuna

Lopapeysan, árlegir stórtónleikar á Írskum dögum, verður haldin í fimmtánda skipti á laugardagskvöldið niður við Akraneshöfn. Hátíð þessi hefur vaxið og dafnað í tímans rás og nú er svo komið að eftirspurn er frá þekktasta tónlistarfólki landsins að fá að koma þar fram. Í dag er Lopapeysan eitt vinsælasta ballið sem haldið er á landsbyggðinni en búast má við metaðsókn í ár enda dagskráin afar fjölbreytt. „Það hafa aldrei selst eins margir miðar í forsölu og nú,“ segir Ísólfur Haraldsson framkvæmdastjóri Vina hallarinnar ehf. í samtali við Skessuhorn, en fyrirtækið er skipuleggjandi og ábyrgðaraðili Lopapeysunnar og hefur verið frá upphafi.

Nánar er rætt við Ísólf í Skessuhorni vikunnar og meðal annars rifjuð upp sagan á bakvið hátíðina.

Líkar þetta

Fleiri fréttir