Skipuð vegamálastjóri

Bergþóra Þorkelsdóttir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar frá og með næstu mánaðamótum, en starfsheitið hefur jafnan verið vegamálastjóri. Bergþóra hefur lokið námi í markaðsfræði, rekstrar- og viðskiptafræði sem og dýralækningum. Ekki var gerð krafa um verkfræðimenntun eða sambærilega menntun, þegar starfið var auglýst. Stundin greindi frá því að Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hafi sagt sig frá ráðningu forstjóra Vegagerðarinnar sökum tengsla við einn umsækjandann, en Bergþóra stundaði á sínum tíma dýralæknanám í sama skóla og Sigurður Ingi. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra var því settur ráðherra í málinu. 25 sóttu um starfið og voru fjórir þeirra taldir komið til greina.

Líkar þetta

Fleiri fréttir