Færðu Smiðjunni hægindastól

Smiðjunni í Snæfellsbæ barst góð gjöf á dögunum frá Lionsklúbbnum Rán. Það voru þær Auður Sigurjónsdóttir og Guðný Baldvina Gísladóttir sem afhentu smiðjunni Lazy boy stól fyrir hönd lionskvenna í tilefni af því að á dögunum flutti Smiðjan í nýtt framtíðarhúsnæði. Mun stólinn nýtast skjólstæðingum Smiðjunnar mjög vel og voru starfsmenn mjög ánægðir með þessa frábæru gjöf eins og sést á myndinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir