Halldór til Íslenska kalkþörungafélagsins

Halldór Halldórsson hefur verið ráðinn forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins ehf., sem er í eigu írska félagsins Marigot. Fyrirtækið rekur kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal, Ískalk, og hyggur einnig á fjárfestingu í sambærilegri verksmiðju í Súðavík, Djúpkalki, auk Deltagen; verksmiðju í Stykkishólmi sem vinna mun afurðir úr þangi og þara úr Breiðafirði. Hjá Marigot á Íslandi starfa með Halldóri í framkvæmdateymi þeir Einar Sveinn Ólafsson nýfjárfestingastjóri Marigot, Stig Randal framkvæmdastjóri Ískalks á Bíldudal og Øystein Mathisen, viðhaldsstjóri verksmiðjunnar.

Að sögn Halldórs eru meginverkefnin fram undan að þróa frekar starfsemi Íslenska kalkþörungafélagins vegna fyrirhugaðra verkefna í Súðavík og Stykkishólmi. Þar er ekki síst um að ræða verkefni er varða skipulags- og hafnarmál í samvinnu við sveitarfélögin og aðra hlutaðeigandi aðila á báðum stöðum. Einnig er unnið að leyfismálum með opinberum stofnunum, t.d. er varðar hráefnisöflun og þar styttist í að gerð umhverfismats fyrir Ísafjarðardjúp ljúki.

Líkar þetta

Fleiri fréttir