Björgunarsveitarfólk kallað út

Björgunarsveitarfólk af Vesturlandi fór í tvö aðskilin útköll í dag. Upp úr hádegi fóru félagar úr Lífsbjörgu í Snæfellsbæ til aðstoðar sjúkraflutningamönnum, en slys tengt hestamennsku hafði orðið við Ingjaldshól.

Síðdegis í dag var svo Björgunarfélag Akraness kallað út til aðstoðar konu sem slasast hafði á fæti ofarlega við fossinn Glym í Hvalfirði. Hópur björgunarsveitafólks ásamt sjúkraflutningamönnum frá Akranesi fóru til bjargar konunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir