Ragnhildur Helga og Álfheiður sjá um að skipuleggja hátíðina ásamt fleirum. Ljósm. glh.

Þétt dagskrá á Hvanneyrarhátíð

Hvanneyrarhátíðin verður haldin hátíðleg í fimmta sinn á Hvanneyri í Borgarfirði laugardaginn 7. júlí og verður margt í boði fyrir gesti. „Undirbúningur gengur vel og allt er á réttu róli,“ segja skipuleggjendur hátíðarinnar, þær Ragnhildur Helga Jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands, og Álfheiður Sverrisdóttir, verkefnastjóri hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. „Það verður nóg í boði fyrir gesti eins og síðustu ár. Það er til dæmis verið að setja upp tvær sýningar sem opna á hátíðardegi. Annars vegar sýningin „Konur í landbúnaði í 100 ár“ sem Landbúnaðarsafnið, Landbúnaðarháskóli Íslands og Kvenfélagið 19. júní standa fyrir og annars vegar 100 ára afmæli dráttarvélarinnar sem Landbúnaðarsafnið stendur fyrir í samstarfi við Ferguson félagið. Þarna liggur heljarinnar vinna á bak við,“ segir Ragnhildur. „Báðar sýningarnar verða opnaðar 7. júlí. Sýningin Konur í landbúnaði í 100 ár verður opin eitthvað frameftir sumrinu en dráttarvélasýningin verður bara eins dags viðburður,“ bætir Álfheiður við.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir